Erlent

Innan við helmingur hlynntur því að Spánn verði áfram konungsveldi

Jóhann Karl er umdeildur en hann fagnar 76 ára afmæli í dag.
Jóhann Karl er umdeildur en hann fagnar 76 ára afmæli í dag. Mynd/afp
Hátt í tveir af hverjum þremur Spánverjum vilja að konungar Spánar, Jóhann Karl, segi af sér en þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem spænska dagblaðið El mundo birtir í dag á 76 ára afmæli konungsins. Innan við helmingur aðspurðra er hlynntur því að Spánn verði áfram konungsveldi.

Vinsældir Jóhanns hafa dalað síðustu þrjú ár vegna ýmissa hneykslismála. Á vef RÚV segir að för hans á fílaveiðar í Afríku fyrir tveimur árum hafi vakið litla hrifningu þegnanna og að það hafi einkum farið fyrir brjóstið á þeim að á sama tíma þurfti ríkið að taka neyðarlán til að bjarga bönkum landsins. Þá er tengdasonur konungsins umdeildur en hneykslismál tengd honum hafa verið mikið á milli tannanna á mönnum þar í landi.

Sífellt meira fer fyrir vangaveltum um að Jóhann Karl afsali sér konungstigninni til sonar síns, krónprisins Filippusar, en Jóhann hefur átt við veikindi að stríða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×