Erlent

JFK flugvöllur lokaður eftir að flugvél rann út af ísilagðri braut

Elimar Hauksson skrifar
Miklar vetrarhörkur eru í Bandaríkjunum en búist er við versta kuldakasti þar í landi undanfarna tvo áratugi.
Miklar vetrarhörkur eru í Bandaríkjunum en búist er við versta kuldakasti þar í landi undanfarna tvo áratugi. mynd/afp
John F. Kennedy flugvellinum í New York var lokað á fjórða tímanum í dag eftir að flugvél sem var nýlent, rann út af ísilagðri brautinni.

Engin meiðsl urðu á fólki en miklar vetrahörkur herja nú á íbúa Bandaríkjanna og hefur þurft að aflýsa þúsundum flugferða víða um land vegna þessa. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær flugvöllurinn verður opnaður á ný.

Milljónir Bandaríkjamanna undirbúa sig nú undir versta kuldakastið þar undanfarna tvo áratugi. Spáð er allt að fimmtíu stiga frosti, sé vindkæling tekin með í reikninginn, í mið vesturríkjum Bandaríkjanna.

Stjórnvöld hvetja íbúa eindregið til að halda sig heima, annað sé hreinlega lífshættulegt. Sextán dauðsföll eru rakin til kuldans og óveðursins sem geysað hefur undanfarna viku í norður Ameríku. Um sex þúsund flugferðum hefur ýmist verið aflýst eða seinkað. Skólahald hefur þegar verið fellt niður bæði á morgun og þriðjudag á þeim svæðum þar sem búist er við að frostið verði mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×