Erlent

Angela Merkel í skíðaslysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/AP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, slasaðist í morgun á skíðum í Sviss. Samkvæmt talsmanni hennar brákaðist hún á mjöðm.

Frá þessu er sagt á vef BBC. Hún mun þurfa að liggja mikið á næstu þremur vikum og þegar er búið að hætta við nokkrar opinberar heimsóknir hennar. Einnig marðist hún mikið við slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×