Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 07:00 Lögmaður José Garcia veitingamanns á Caruso segir rekstrartap veitingahússins þegar orðið gríðarlegt og frekara tjón sé yfirvofandi vegna yfirtöku eigenda húsnæðisins. Vísir/Stefán Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00