Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2014 07:00 José Garcia kemst ekki inn á sinn eigin veitingastað. vísir/GVA „Þeir koma bara og banka á hurðirnar klukkan sjö, hálf átta í morgun. Kona sem var að þrífa hleypti þeim inn og þá skiptu þeir um lása og eru bara búnir að yfirtaka húsið,“ segir José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso. José hefur verið í deilum við eiganda húsnæðisins, en veitingastaðurinn stendur á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis og þar hefur José rekið Caruso síðustu fimmtán árin. Leigusamningur José rann út núna á mánudaginn 15. desember. Áður hafði viðræður um áframhaldandi leigu rekið í strand, en José vildi nýta sér forleiguréttarákvæði samningsins. Það hafði ekki gengið og rekur eigandi hússins nú útburðarmál fyrir dómi og er fyrirtaka í því máli fyrirhuguð í dag. José og lögmaður hans segja að sáttaviðræður standi yfir og hafi þeir til að mynda boðið fram þá málamiðlun að skila húsinu í lok febrúar og falla þá frá forleigurétti.Húseigandinn reisti vegg í starfsmannaporti til að varna þeim inngöngu í húsið.vísir/GVAÍ gærmorgun mættu hins vegar fjórir menn á vegum eigendanna og tóku staðinn yfir. Þeir skiptu um lása þannig að José og annað starfsfólk staðarins komst ekki inn. Þá reistu þeir vegg í baksundi hússins þar sem starfsmannainngangur að staðnum er til að varna þeim inngöngu. Caruso var lokaður í allan gærdag. „Þetta er skelfilegt. Það er allt inni í húsinu. Uppgjörið frá því á mánudag, tölvur, allt hráefni, persónulegar eigur starfsmanna, bara allt. Ég veit ekkert hvað ég á að gera,“ segir José og bætir því við að borðapantanabókin sé einnig föst inni á staðnum. „Við erum með rosalega mikið bókað fram að jólum og ég get ekki einu sinni hringt í fólk og látið það vita af ástandinu,“ segir José niðurdreginn, hann hafi viljað fá frest til að geta sagt starfsfólki sínu upp og veita því sinn uppsagnarfrest.Steinbergur Finnbogason, lögmaður húseigendanna.Steinbergur Finnbogason, lögmaður húseigendanna, Jóns Ragnarssonar, fyrrverandi rekstraraðila Hótels Valhallar og Hótels Arkar, og sonar hans, Valdimars Jónssonar, segir þá í fullum rétti. „Leigusamningi um þennan veitingastað lauk 15. desember. Húseigandi mætti á staðinn, hitti þarna starfsfólk og tók við húsnæðinu.“ Steinbergur segir að José og lögmaður hans hafi í gær fengið tölvupóst þar sem óskað var eftir því að José gerði grein fyrir því hverjar „meintar eignir“ hans væru í húsnæðinu og þær yrðu síðan afhentar honum. Dómsmálið um útburð José var rekið fyrir hönd eigendanna af öðrum lögmanni en Steinbergi, sá sagði sig frá málinu í gær eftir að atvikið kom upp. Steinbergur mun því reka málið fyrir þá feðga héðan í frá. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José, hefur lagt fram kæru fyrir hans hönd á hendur eigendunum. „Umbjóðandi minn hefur alla tíð staðið við sínar skuldbindingar samkvæmt leigusamningi. Leigusali hefur þrátt fyrir það ítrekað reynt að bola honum út og höfðaði dómsmál til að freista þess að fá það í gegn en tapaði því bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Hann höfðaði svo annað mál sem nú er til meðferðar fyrir dómi. Svo fékk ég fregnir af því í morgun að leigusali hefði mætt með her manna, ruðst inn í húsið og sitji þar um eignir José og starfsfólks staðarins án nokkurrar heimildar. Það var því ekki um annað að ræða en að kæra þetta til lögreglu.“Auður Björg Jónsdóttir, sérfræðingur í leigurétti.Refsisvert að fara óboðinn í leiguhúsnæði „Jafnvel þótt leigusamningur renni sitt skeið á enda eða leigusamningi sé rift af hálfu leigusala heldur leigjandi almennt umráðum hins leigða þar til hann skilar eigninni af sér eða leigusala eru fengin umráð eignarinnar með atbeina sýslumanns,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður og kennari í leigurétti við Háskóla Íslands. Auður segir leigusala ekki geta tekið lögin í sínar hendur og borið leigjanda sjálfur út heldur verði hann að fara þær leiðir sem löggjöf okkar býður upp á, það er að höfða útburðarmál eða viðurkenningarmál fyrir héraðsdómi og krefjast útburðar hjá sýslumanni í framhaldinu. „Fari leigusali óboðinn inn í hið leigða húsnæði á meðan það er í umráðum leigjanda getur hann talist hafa gerst sekur um refsivert athæfi, til dæmis húsbrot. Þetta er svipað og ef ég myndi fara heim til þín og læsa þig úti,“ segir Auður. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Þeir koma bara og banka á hurðirnar klukkan sjö, hálf átta í morgun. Kona sem var að þrífa hleypti þeim inn og þá skiptu þeir um lása og eru bara búnir að yfirtaka húsið,“ segir José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso. José hefur verið í deilum við eiganda húsnæðisins, en veitingastaðurinn stendur á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis og þar hefur José rekið Caruso síðustu fimmtán árin. Leigusamningur José rann út núna á mánudaginn 15. desember. Áður hafði viðræður um áframhaldandi leigu rekið í strand, en José vildi nýta sér forleiguréttarákvæði samningsins. Það hafði ekki gengið og rekur eigandi hússins nú útburðarmál fyrir dómi og er fyrirtaka í því máli fyrirhuguð í dag. José og lögmaður hans segja að sáttaviðræður standi yfir og hafi þeir til að mynda boðið fram þá málamiðlun að skila húsinu í lok febrúar og falla þá frá forleigurétti.Húseigandinn reisti vegg í starfsmannaporti til að varna þeim inngöngu í húsið.vísir/GVAÍ gærmorgun mættu hins vegar fjórir menn á vegum eigendanna og tóku staðinn yfir. Þeir skiptu um lása þannig að José og annað starfsfólk staðarins komst ekki inn. Þá reistu þeir vegg í baksundi hússins þar sem starfsmannainngangur að staðnum er til að varna þeim inngöngu. Caruso var lokaður í allan gærdag. „Þetta er skelfilegt. Það er allt inni í húsinu. Uppgjörið frá því á mánudag, tölvur, allt hráefni, persónulegar eigur starfsmanna, bara allt. Ég veit ekkert hvað ég á að gera,“ segir José og bætir því við að borðapantanabókin sé einnig föst inni á staðnum. „Við erum með rosalega mikið bókað fram að jólum og ég get ekki einu sinni hringt í fólk og látið það vita af ástandinu,“ segir José niðurdreginn, hann hafi viljað fá frest til að geta sagt starfsfólki sínu upp og veita því sinn uppsagnarfrest.Steinbergur Finnbogason, lögmaður húseigendanna.Steinbergur Finnbogason, lögmaður húseigendanna, Jóns Ragnarssonar, fyrrverandi rekstraraðila Hótels Valhallar og Hótels Arkar, og sonar hans, Valdimars Jónssonar, segir þá í fullum rétti. „Leigusamningi um þennan veitingastað lauk 15. desember. Húseigandi mætti á staðinn, hitti þarna starfsfólk og tók við húsnæðinu.“ Steinbergur segir að José og lögmaður hans hafi í gær fengið tölvupóst þar sem óskað var eftir því að José gerði grein fyrir því hverjar „meintar eignir“ hans væru í húsnæðinu og þær yrðu síðan afhentar honum. Dómsmálið um útburð José var rekið fyrir hönd eigendanna af öðrum lögmanni en Steinbergi, sá sagði sig frá málinu í gær eftir að atvikið kom upp. Steinbergur mun því reka málið fyrir þá feðga héðan í frá. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José, hefur lagt fram kæru fyrir hans hönd á hendur eigendunum. „Umbjóðandi minn hefur alla tíð staðið við sínar skuldbindingar samkvæmt leigusamningi. Leigusali hefur þrátt fyrir það ítrekað reynt að bola honum út og höfðaði dómsmál til að freista þess að fá það í gegn en tapaði því bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Hann höfðaði svo annað mál sem nú er til meðferðar fyrir dómi. Svo fékk ég fregnir af því í morgun að leigusali hefði mætt með her manna, ruðst inn í húsið og sitji þar um eignir José og starfsfólks staðarins án nokkurrar heimildar. Það var því ekki um annað að ræða en að kæra þetta til lögreglu.“Auður Björg Jónsdóttir, sérfræðingur í leigurétti.Refsisvert að fara óboðinn í leiguhúsnæði „Jafnvel þótt leigusamningur renni sitt skeið á enda eða leigusamningi sé rift af hálfu leigusala heldur leigjandi almennt umráðum hins leigða þar til hann skilar eigninni af sér eða leigusala eru fengin umráð eignarinnar með atbeina sýslumanns,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður og kennari í leigurétti við Háskóla Íslands. Auður segir leigusala ekki geta tekið lögin í sínar hendur og borið leigjanda sjálfur út heldur verði hann að fara þær leiðir sem löggjöf okkar býður upp á, það er að höfða útburðarmál eða viðurkenningarmál fyrir héraðsdómi og krefjast útburðar hjá sýslumanni í framhaldinu. „Fari leigusali óboðinn inn í hið leigða húsnæði á meðan það er í umráðum leigjanda getur hann talist hafa gerst sekur um refsivert athæfi, til dæmis húsbrot. Þetta er svipað og ef ég myndi fara heim til þín og læsa þig úti,“ segir Auður.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira