„Hún var farin að loka á fjölskyldu sína“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júní 2014 14:26 Andrea Ragúels „Hún var bara rosalega yndisleg og heilsteypt stelpa,“ segir Andrea Ragúels um skólasystur sína sem myrt var í Danmörku á laugardagsmorgun. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í dönskum fjölmiðlum en konan var tveggja barna móðir og gengin 12 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar kærasti hennar stakk hana ítrekað á heimili parsins í Svendborg á suðurströnd Fjóns. Börn hennar, fimm og sjö ára gömul, voru bæði í íbúðinni þegar árásin átti sér stað.Ekki allt með fellduAndrea kynntist konunni þegar þær stunduðu báðar kennaranám í Ollerup til fimm ára og lýsir hún því hvernig konan fór að breyta hegðunarmynstri sínu eftir að Knudsen kom til sögunnar undir lok síðasta árs. „Hún var farin að loka á fjölskyldu sína. Hún var hætt að hafa samband við vini sína og það voru allir farnir að hafa áhyggjur af henni.“ Andrea segir að samband þeirra hafi einkennst af miklu yfirvarpi undir það síðasta. „Hún var nýbúin að birta myndir af bumbunni á Facebook og veggurinn hennar síðustu mánuði er fullur af myndum af þeim saman og ástarjátningum til hans og frá honum. Maður hafði á tilfinningunni að hún væri rosa happy. En nánar vinkonur og fjölskylda lásu í gegnum þetta og vissu að það væri eitthvað ekki í lagi.“Mynd sem konan birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.Kærasti konunnar, Dennis Mark Knudsen, hefur ítrekað komist í kast við lögin og afplánað dóma bæði í Danmörku og Tælandi. Knudsen kynntist kærustu sinni í afmælisveislu móður hennar. Bróðir hennar leiddi þau saman en Knudsen og hann losnuðu báðir úr fangelsi á sama tíma. Knudsen hefur lengi kljáðst við geðræn vandmál og eiturlyfjafíkn og mun sæta gæsluvarðhaldi á geðdeild meðan málið er til rannsóknar hjá dönskum lögregluyfirvöldum. Hann hefur þó játað ódæðið í samtali við lögmann sinn, sem gerði lögreglunni viðvart, og í bréfi sem hann sendi á dagblaðið Ekstra bladet.Hjálpið mér! Annars myrði égÍ viðtali við blaðið þann 24. maí síðastliðinn steig Knudsen fram og sagði sögu sína. Hann sagði frá ofbeldinu og drykkjunni sem hann upplifði í æsku, hvernig hann hafði leiðst út í fíkniefni og neyðst til að fjármagna neyslu sína með ránum og innbrotum. Hann fengi ítrekað „flashbacks“ frá því að hann sat inni í Tælandi þar sem hann varð fyrir hrottalegum pyntingum. „Þegar ég fæ þessi köst líður mér eins og það sé ráðist á mig. Ég veit ekki hvort ég er staddur í Tælandi eða í Danmörku,“ sagði Knudsen í viðtalinu. Hann væri við það gefast upp og honum liði eins og kerfið hefði brugðist sér. Hann væri hættur að taka lyfin sín því hann fann að þau héldu ekki lengur aftur af ofbeldishneigð hans. Hann sagðist þurfa á bráðri umönnun að halda, annars óttaðist hann að hann myndi aftur brjóta af sér, fyrr en seinna. Hann hafði áður gagngert reynt að komast í kast við lögin til þess að fá þá hjálp sem hann taldi sig þurfa. Hann braust inn í fyrirtæki, settist á gólfið og beið eftir því að lögreglan kæmi á vettvang. „Þarf ég að myrða til þess að fá aðstoð?“ spurði hann sig. Hjálpin barst þó aldrei, ekki fyrr en að spá hans hafði ræst. Hefur áhyggjur af íslenska heilbrigðiskerfinuAndrea hafði samband við fréttastofu Vísis því þetta mál hefur vakið upp margar aðkallandi spurningar um danska heilbrigðiskerfið og meðferðarúrræði fyrir geðveika þar í landi. Hana grunar að íslenska kerfinu svipi að miklu leyti til þess danska og því geti samsvarandi brotalamir hér á landi haft geigvænlegar afleiðingar. Þess er skemmst að minnast þegar geðveill maður féll í skotbardaga við lögreglu í Árbæ á síðasta ári. Systir mannsins steig fram í fjölmiðlum og sagði að ástand mannsins hafði lengi verið mjög slæmt og að teikn hafi verið á lofti um að hann myndi fara sér eða öðrum að voða. „Þetta er bein afleiðing af lélegu heilbrigðiskerfi fyrir geðfatlaða,“ sagði hún og bætti við; „Það eru engin úrræði fyrir þetta fólk og það er fullt af fólki úti um allt land sem er tifandi tímasprengjur.“ Hún hafi reynt að finna úrræði fyrir hann. „En það er einhvern veginn ekkert gert og ekki hlustað á mann fyrr en allt er komið í vitleysu.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, í samtali við Stöð 2.Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 5 maí síðastliðinn í kjölfar bruna hjá geðfatlaðri konu í Iðufelli að sárlega vanti úrræði fyrir geðfatlaða sem einnig glími við áfengis- eða vímuefnafíkn, rétt eins og átti við í tilfelli hins danska Dennis Mark Knudsen. „Það eru mjög fáir möguleikar. Þegar fólk er orðið 18 ára hefur það ekki lengur aðgang að Barna- og unglingageðdeildinni og þá eru fá úrræði eftir," sagði Anna. Í yfirlýsingu frá Geðhjálp sem samtökin sendu frá sér í maí síðastliðnum er skorað á yfirvöld að tryggja nægilegt fjármagn til að hægt sé að halda úti fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Það sé brýnt til að koma í veg fyrir að atburðir eins og skotárásin í Hraunbæ endurtaki sig, sérstaklega í tilfellum þar sem um er að ræða einstaklinga sem glímt hafa við geðraskanir sem aðstandendur þeirra hafa margoft reynt að útvega viðeigandi hjálp. „Við viljum vekja athygli á því að það hefur verið gengið allt of hart fram í niðurskurði í geðheilbrigðisþjónustu og til marks um það má nefna að niðurskurðarkrafan var 17% á Landspítalanum á árunum 2008-2012. Þetta kemur niður á þjónustu og á fólki sem er sannarlega veikt," sagði Anna Gunnhildur. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Hún var bara rosalega yndisleg og heilsteypt stelpa,“ segir Andrea Ragúels um skólasystur sína sem myrt var í Danmörku á laugardagsmorgun. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í dönskum fjölmiðlum en konan var tveggja barna móðir og gengin 12 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar kærasti hennar stakk hana ítrekað á heimili parsins í Svendborg á suðurströnd Fjóns. Börn hennar, fimm og sjö ára gömul, voru bæði í íbúðinni þegar árásin átti sér stað.Ekki allt með fellduAndrea kynntist konunni þegar þær stunduðu báðar kennaranám í Ollerup til fimm ára og lýsir hún því hvernig konan fór að breyta hegðunarmynstri sínu eftir að Knudsen kom til sögunnar undir lok síðasta árs. „Hún var farin að loka á fjölskyldu sína. Hún var hætt að hafa samband við vini sína og það voru allir farnir að hafa áhyggjur af henni.“ Andrea segir að samband þeirra hafi einkennst af miklu yfirvarpi undir það síðasta. „Hún var nýbúin að birta myndir af bumbunni á Facebook og veggurinn hennar síðustu mánuði er fullur af myndum af þeim saman og ástarjátningum til hans og frá honum. Maður hafði á tilfinningunni að hún væri rosa happy. En nánar vinkonur og fjölskylda lásu í gegnum þetta og vissu að það væri eitthvað ekki í lagi.“Mynd sem konan birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.Kærasti konunnar, Dennis Mark Knudsen, hefur ítrekað komist í kast við lögin og afplánað dóma bæði í Danmörku og Tælandi. Knudsen kynntist kærustu sinni í afmælisveislu móður hennar. Bróðir hennar leiddi þau saman en Knudsen og hann losnuðu báðir úr fangelsi á sama tíma. Knudsen hefur lengi kljáðst við geðræn vandmál og eiturlyfjafíkn og mun sæta gæsluvarðhaldi á geðdeild meðan málið er til rannsóknar hjá dönskum lögregluyfirvöldum. Hann hefur þó játað ódæðið í samtali við lögmann sinn, sem gerði lögreglunni viðvart, og í bréfi sem hann sendi á dagblaðið Ekstra bladet.Hjálpið mér! Annars myrði égÍ viðtali við blaðið þann 24. maí síðastliðinn steig Knudsen fram og sagði sögu sína. Hann sagði frá ofbeldinu og drykkjunni sem hann upplifði í æsku, hvernig hann hafði leiðst út í fíkniefni og neyðst til að fjármagna neyslu sína með ránum og innbrotum. Hann fengi ítrekað „flashbacks“ frá því að hann sat inni í Tælandi þar sem hann varð fyrir hrottalegum pyntingum. „Þegar ég fæ þessi köst líður mér eins og það sé ráðist á mig. Ég veit ekki hvort ég er staddur í Tælandi eða í Danmörku,“ sagði Knudsen í viðtalinu. Hann væri við það gefast upp og honum liði eins og kerfið hefði brugðist sér. Hann væri hættur að taka lyfin sín því hann fann að þau héldu ekki lengur aftur af ofbeldishneigð hans. Hann sagðist þurfa á bráðri umönnun að halda, annars óttaðist hann að hann myndi aftur brjóta af sér, fyrr en seinna. Hann hafði áður gagngert reynt að komast í kast við lögin til þess að fá þá hjálp sem hann taldi sig þurfa. Hann braust inn í fyrirtæki, settist á gólfið og beið eftir því að lögreglan kæmi á vettvang. „Þarf ég að myrða til þess að fá aðstoð?“ spurði hann sig. Hjálpin barst þó aldrei, ekki fyrr en að spá hans hafði ræst. Hefur áhyggjur af íslenska heilbrigðiskerfinuAndrea hafði samband við fréttastofu Vísis því þetta mál hefur vakið upp margar aðkallandi spurningar um danska heilbrigðiskerfið og meðferðarúrræði fyrir geðveika þar í landi. Hana grunar að íslenska kerfinu svipi að miklu leyti til þess danska og því geti samsvarandi brotalamir hér á landi haft geigvænlegar afleiðingar. Þess er skemmst að minnast þegar geðveill maður féll í skotbardaga við lögreglu í Árbæ á síðasta ári. Systir mannsins steig fram í fjölmiðlum og sagði að ástand mannsins hafði lengi verið mjög slæmt og að teikn hafi verið á lofti um að hann myndi fara sér eða öðrum að voða. „Þetta er bein afleiðing af lélegu heilbrigðiskerfi fyrir geðfatlaða,“ sagði hún og bætti við; „Það eru engin úrræði fyrir þetta fólk og það er fullt af fólki úti um allt land sem er tifandi tímasprengjur.“ Hún hafi reynt að finna úrræði fyrir hann. „En það er einhvern veginn ekkert gert og ekki hlustað á mann fyrr en allt er komið í vitleysu.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, í samtali við Stöð 2.Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 5 maí síðastliðinn í kjölfar bruna hjá geðfatlaðri konu í Iðufelli að sárlega vanti úrræði fyrir geðfatlaða sem einnig glími við áfengis- eða vímuefnafíkn, rétt eins og átti við í tilfelli hins danska Dennis Mark Knudsen. „Það eru mjög fáir möguleikar. Þegar fólk er orðið 18 ára hefur það ekki lengur aðgang að Barna- og unglingageðdeildinni og þá eru fá úrræði eftir," sagði Anna. Í yfirlýsingu frá Geðhjálp sem samtökin sendu frá sér í maí síðastliðnum er skorað á yfirvöld að tryggja nægilegt fjármagn til að hægt sé að halda úti fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Það sé brýnt til að koma í veg fyrir að atburðir eins og skotárásin í Hraunbæ endurtaki sig, sérstaklega í tilfellum þar sem um er að ræða einstaklinga sem glímt hafa við geðraskanir sem aðstandendur þeirra hafa margoft reynt að útvega viðeigandi hjálp. „Við viljum vekja athygli á því að það hefur verið gengið allt of hart fram í niðurskurði í geðheilbrigðisþjónustu og til marks um það má nefna að niðurskurðarkrafan var 17% á Landspítalanum á árunum 2008-2012. Þetta kemur niður á þjónustu og á fólki sem er sannarlega veikt," sagði Anna Gunnhildur.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira