Innlent

Einkunnir rúmlega 2.000 barna hækka vegna mistaka

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Arnór Guðmundsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar,segir mistök vegna framkvæmdar samræmdra prófa í ár áfall og áminningu um betri vinnubrögð
Arnór Guðmundsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar,segir mistök vegna framkvæmdar samræmdra prófa í ár áfall og áminningu um betri vinnubrögð Vísir/Gva
„Þetta er mikið áfall fyrir okkur,“ segir Arnór Guðmundsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, um villur í útreikningum á samræmdum prófum. Vitlaust var gefið fyrir rétt svör í samræmdum prófum í fjórða bekk.

Arnór segir búið að leiðrétta niðurstöðurnar í gagnagrunninum og senda skólastjórnendum upplýsingar um þær. Einkunnir 2.058 barna hækkuðu í kjölfarið.

„Það verður farið yfir öll próf í fjórða, sjöunda og tíunda bekk,“ segir hann.



Hann segir engar einkunnir munu lækka í kjölfar leiðréttingarinnar þótt rúmlega 200 nemendur séu í raun með lægri einkunn.

„Einkunnir barna verða bara hækkaðar. Við höfum látið vinna fyrir okkur lögfræðiálit sem segir að það megi ekki lækka einkunnir. Breytingar á einkunnum, bæði hækkanir og lækkanir, breyta hins vegar tölfræði samræmdra prófa í ár.“

Farið verður yfir öll próf

Samræmd próf í grunnskólum hafa verið töluvert til umfjöllunar síðustu vikur og Námsmatsstofnun sætt mikilli gagnrýni vegna innihalds prófanna sem þykir að einhverju leyti ekki í samræmi við aðalnámskrá skólanna. Þá var ein spurning um orð í fleirtölu á íslenskuprófi röng og texti á enskuprófi þótti fullþungur.

Arnór segir þau mistök sem gerð hafa verið í ár áminningu um betri vinnubrögð og segir stofnunina nú skoða fyrirkomulag samræmdra prófa almennt.

„Við tökum allt til gagngerrar endurskoðunar. Próf þurfa að vera í samræmi við hæfnimiðað námsmat, þá erum við að þróa skimunarpróf vegna lesturs og rafræn einstaklingsmiðuð próf.

„Við erum að fara í gegnum öll samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði með það fyrir augum að bæta þau og uppfæra í tengslum við nýja námsskrá. Í einstaklingsmiðuðum, rafrænum prófum getum við fylgt færni hvers og eins. Í staðinn fyrir að prófa einstök þekkingaratriði þá prófum við hvernig nemendur geta beitt þekkingu,“ segir Arnór.


Tengdar fréttir

„Fékk síðast skeyti núna í morgun“

Forstöðumaður Námsmatsstofnunar segir stofnunina líta það alvarlegum augum ef skólar séu að hvetja nemendur til að taka ekki þátt í prófum.

Taktu umdeilda enskuprófið

Kennararnir segja það hvorki hafa verið í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, né standist það grunnskólalög.

„Námsmatsstofnun myndi allavega ekki fá A frá mér"

„Mér finnst þetta skjal nokkuð pínlegt,“ segir Hulda D. Proppé, kennari í Sæmundarskóla, sem birti í dag færslu á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún bendir á málfarsvillur í skjali sem birt var á síðu Námsmatsstofnunnar.

Betri árangur í námi með aukinni hreyfingu

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Gautaborg sýndu að líkur á að nemendur næðu markmiðum í náminu tvöfölduðust með aukinni hreyfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×