Nauðgun og tíu líkamsárásir ekki til marks um vel heppnaða hátíð Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2014 17:09 Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir kynferðisbrot í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“ Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira