Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2014 08:30 Í öllum sveitarfélögium höfuðborgarsvæðisins nema Seltjarnarnesi eru nú villtar kanínur eins og þessar í Elliðaárdal. Fréttablaðið/Pjetur „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“ Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira