Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2014 08:30 Í öllum sveitarfélögium höfuðborgarsvæðisins nema Seltjarnarnesi eru nú villtar kanínur eins og þessar í Elliðaárdal. Fréttablaðið/Pjetur „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“ Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
„Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kanínur á allmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í öllum sveitarfélögnum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróðursælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýnandi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda töluverðu tjóni á gróðri eins og garðeigendur verðir varir við í vaxandi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu.Getur raskað jafnvægi vistkerfa í landinu „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vistkerfa og að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vandamál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostnaður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsamlegt að íhuga af alvöru hvort ráðast eigi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“Verði „fjarlægðar“ af stórum svæðum Fulltrúarnir leggja til að kanínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstaklega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfisráðuneytisins fyrir fækkunaraðgerðum. „Jafnframt álykta undirritaðir að nauðsynlegt er að upplýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúruna. Það sé kanínunum ekki til framdráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gæludýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lögum um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar.Ný lög banna að kaninum sé sleppt lausum „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum,“ segir í ályktun sexmenninganna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hugmynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fagleg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira