Umhverfislöggjöf gæti dregið úr hagvexti um tólf prósentustig Jóhannes Stefánsson skrifar 17. janúar 2014 22:40 Sameinuðu þjóðirnar segja það geta falið í sér gríðarmikinn kostnað að halda hnattrænni hlýnun Vilhelm Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá. Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá.
Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira