„Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 10:53 Mótmælin síðasta mánudag. „Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
„Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira