Innlent

Bjarni situr fyrir svörum í Íslandi í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bein útsending frá viðtalinu við Bjarna hefst á Stöð 2 og Vísi á slaginu 18:55.
Bein útsending frá viðtalinu við Bjarna hefst á Stöð 2 og Vísi á slaginu 18:55. Vísir/Pjetur
Fjármála- og efnahagsráðherra gerir grein fyrir skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar í Íslandi í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður viðmælandi Þorbjörns Þórðarsonar í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bjarni kynnti aðgerðir ríkisstjórnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Hörpu í dag. Kom þar meðal annars fram að fara eigi hraðar í að klára skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar en áður hafði verið lagt upp með. Er það til komið vegna betri stöðu ríkisfjármála en útlit var fyrir er farið var af stað í verkefnið.

Bein útsending frá viðtalinu við Bjarna hefst á Stöð 2 og Vísi á slaginu 18:55.


Tengdar fréttir

Twitter logar vegna leiðréttingarinnar

"Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×