Segir hnífinn kominn inn að beini Birta Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 20:00 Reglulegur fundur stjórnenda Landspítalans fór fram á Grand Hótel í dag þar sem lagðar eru línur um innra starf spítalans. „En fundurinn fer nú fram í skugga verkfalls og bágrar fjárhagsstöðu spítalans,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Það hefur verið mikið verið skorið niður hjá okkur undanfarin ár og við erum komin inn í bein. Það yrði mjög sársaukafullt að ganga lengra í niðurskurði. Auk þess sem verkefnin eru alltaf að aukast vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og svo framvegis.“ Páll segir byggingu nýs Landspítala einnig hafa komið til umræðu. „Í þessari umræðu er svo varla hægt að skilja að kjör starfsfólks, rekstrargrundvöll spítalans og þá síðan innviði og þá fyrst og fremst nýjar byggingar spítalans. Við skynjum mikinn meðbyr í samfélaginu og skilning á því að það þurfi að bæta húsakost Landspítalans,“ segir Páll. Hann bendir á niðurstöður nýrrar könnunar Gallup máli sínu til stuðnings, þar sem 60% aðspurðra styðja byggingu nýs Landspítala á meðan fjórðungur var á móti. „Þetta er ákaflega mikilvæg stuðningsyfirlýsing við það mikilvæga uppbyggingarverkefni sem nýbyggingar Landspítalans eru.“ Engar verkfallsaðgerðir eru boðaðar hjá læknum í vikunni en náist samningar ekki á þeim tíma leggja læknar á kvenna- barna og rannsóknarsviði Landspítalans niður störf á miðnætti á mánudag, sem og læknar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og á heilbrigðisstofnunum um land allt. Páll segir vikuna vera einskonar stund milli stríða og stjórnendur hverrar deildar endurraði nú á biðlista og reyni að kalla inn fólk í aðgerðir eins og kostur er. „Nú er stund á milli stríða og þá þarf að byrja að kalla inn fólk af biðlistum og endurraða á listana. Vandinn mun þó ekki liggja að fullu fyrir fyrr en verkföllum er lokið.“ Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Forseti Alþingis tók við áskorun til stjórnvalda um að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur sjúklinga eru sagðar aukast og formaður Hjartaheilla segir fólk deyja meðan biðlistarnir lengist. 6. nóvember 2014 07:00 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Stefna að stofnanasamningum við lækna Kjarafundur lækna og ríkisins í morgun skilaði engu segir formaður samninganefndar lækna. Samninganefnd ríkisins mun hins vegar leggja til að stofnanasamningar verði gerðir samhliða kjarasamningum, samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu. Ljóst er að slíkir samningar eru mjög undeildir meðal lækna. 6. nóvember 2014 19:15 Stál í stál í læknadeilu og lítið fundað Á bilinu sextán til tuttugu bráðaaðgerðir gerðar á Landsspítalnum á dag en venjulega eru aðgerðir um sextíu. Engin þjónusta á göngudeild geðdeildar Landsspítalans í dag. 5. nóvember 2014 19:11 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Reglulegur fundur stjórnenda Landspítalans fór fram á Grand Hótel í dag þar sem lagðar eru línur um innra starf spítalans. „En fundurinn fer nú fram í skugga verkfalls og bágrar fjárhagsstöðu spítalans,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Það hefur verið mikið verið skorið niður hjá okkur undanfarin ár og við erum komin inn í bein. Það yrði mjög sársaukafullt að ganga lengra í niðurskurði. Auk þess sem verkefnin eru alltaf að aukast vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og svo framvegis.“ Páll segir byggingu nýs Landspítala einnig hafa komið til umræðu. „Í þessari umræðu er svo varla hægt að skilja að kjör starfsfólks, rekstrargrundvöll spítalans og þá síðan innviði og þá fyrst og fremst nýjar byggingar spítalans. Við skynjum mikinn meðbyr í samfélaginu og skilning á því að það þurfi að bæta húsakost Landspítalans,“ segir Páll. Hann bendir á niðurstöður nýrrar könnunar Gallup máli sínu til stuðnings, þar sem 60% aðspurðra styðja byggingu nýs Landspítala á meðan fjórðungur var á móti. „Þetta er ákaflega mikilvæg stuðningsyfirlýsing við það mikilvæga uppbyggingarverkefni sem nýbyggingar Landspítalans eru.“ Engar verkfallsaðgerðir eru boðaðar hjá læknum í vikunni en náist samningar ekki á þeim tíma leggja læknar á kvenna- barna og rannsóknarsviði Landspítalans niður störf á miðnætti á mánudag, sem og læknar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og á heilbrigðisstofnunum um land allt. Páll segir vikuna vera einskonar stund milli stríða og stjórnendur hverrar deildar endurraði nú á biðlista og reyni að kalla inn fólk í aðgerðir eins og kostur er. „Nú er stund á milli stríða og þá þarf að byrja að kalla inn fólk af biðlistum og endurraða á listana. Vandinn mun þó ekki liggja að fullu fyrir fyrr en verkföllum er lokið.“
Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Forseti Alþingis tók við áskorun til stjórnvalda um að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur sjúklinga eru sagðar aukast og formaður Hjartaheilla segir fólk deyja meðan biðlistarnir lengist. 6. nóvember 2014 07:00 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Stefna að stofnanasamningum við lækna Kjarafundur lækna og ríkisins í morgun skilaði engu segir formaður samninganefndar lækna. Samninganefnd ríkisins mun hins vegar leggja til að stofnanasamningar verði gerðir samhliða kjarasamningum, samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu. Ljóst er að slíkir samningar eru mjög undeildir meðal lækna. 6. nóvember 2014 19:15 Stál í stál í læknadeilu og lítið fundað Á bilinu sextán til tuttugu bráðaaðgerðir gerðar á Landsspítalnum á dag en venjulega eru aðgerðir um sextíu. Engin þjónusta á göngudeild geðdeildar Landsspítalans í dag. 5. nóvember 2014 19:11 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Forseti Alþingis tók við áskorun til stjórnvalda um að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur sjúklinga eru sagðar aukast og formaður Hjartaheilla segir fólk deyja meðan biðlistarnir lengist. 6. nóvember 2014 07:00
„Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52
Stefna að stofnanasamningum við lækna Kjarafundur lækna og ríkisins í morgun skilaði engu segir formaður samninganefndar lækna. Samninganefnd ríkisins mun hins vegar leggja til að stofnanasamningar verði gerðir samhliða kjarasamningum, samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu. Ljóst er að slíkir samningar eru mjög undeildir meðal lækna. 6. nóvember 2014 19:15
Stál í stál í læknadeilu og lítið fundað Á bilinu sextán til tuttugu bráðaaðgerðir gerðar á Landsspítalnum á dag en venjulega eru aðgerðir um sextíu. Engin þjónusta á göngudeild geðdeildar Landsspítalans í dag. 5. nóvember 2014 19:11