Íslendingaliðið Kristianstad lyfti sér upp í fimmta sæti úrvalsdeildar kvenna í Svíþjóð í fótbolta með 3-2 sigri á Piteå í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad.
Elísa Viðarsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad og Guðný Óðinsdóttir lék fyrstu 79. mínútur leiksins.
Kristianstad var 1-0 yfir í hálfleik og komst í 3-1 þegar rúmlega hálftími var eftir af leiknum.
Kristianstad er búið að næla í átta stig í fjórum síðustu leikjum sínum og er með 19 stig í 13 leikjum í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Piteå er í 8. sæti með 14 stig.
Gott skrið á Kristianstad
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

