Viking frá Stafangri gerði í ellefta sinn jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, nú gegn botnliðinu Sandnes Ulf, 2-2, í Íslendingaslag.
Þrír Íslendingar; Jón Daði Böðvarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sverrir Ingi Ingason, voru í byrjunarliði Viking og Björn Daníel Sverrisson byrjaði á bekknum.
Hannes Þór Halldórsson var að sjálfsögðu í marki heimamanna í Sandnes og þá byrjaði framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson leikinn. Eiður Aron Sigurbjörnsson sat allan tímann á bekknum.
Randall Brenes kom Sandnes yfir á 39. mínútu, en Steinþór Freyr Þorsteinsson jafnaði metin, 1-1, tveimur mínútum síðar.
Aftur skoraði Brenes á 53. mínútu í seinni hálfleik, en þegar tíu mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir vítaspyrnu.
Björn Daníel, sem var kominn inn á sem varamaður, tók spyrnuna, en lét Hannes Þór verja frá sér. Boltinn barst þó aftur til Björns sem tók frákstaði og skoraði, 2-2.
Viking er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig, en Sandnes á botninum með 13 stig, átta stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.
Í Svíþjóð vann Helsingborg sigur á Mjällby á útivelli, 2-1. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði gestanna og spilaði allan leikinn, en Arnór Smárason var ekki í leikmannahópnum. GuðmannÞórisson var heldur ekki í leikmannahópi heimamanna.
Helsingborg í áttunda sæti með 26 stig en Mjällby í næstneðsta sæti með 18 stig.
Tveir Íslendingar skoruðu hjá landsliðsmarkverðinum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn