Erlent

Sturgeon nýr leiðtogi skoskra sjálfstæðissinna

Atli Ísleifsson skrifar
Nicola Sturgeon hefur gegnt embætti aðstoðarforsætisráðherra Skotlands síðustu ár.
Nicola Sturgeon hefur gegnt embætti aðstoðarforsætisráðherra Skotlands síðustu ár. Vísir/AFP
Nicola Sturgeon mun taka við leiðtogaembætti Skoska þjóðarflokksins af Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands. Sturgeon, sem hefur gegnt embætti aðstoðarforsætisráðherra Skotlands, var sú eina sem tilnefnd var til leiðtogaembættisins.

Salmond tilkynnti að hann hugðist segja af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 18. september þar sem 55 prósent Skota samþykktu að Skotland skyldi áfram vera í sambandi við Bretland.

Í frétt Reuters kemur fram að hin 44 ára Sturgeon muni formlega taka við embætti leiðtoga flokksins á landsþingi þann 14. nóvember. Þetta mun jafnframt leiða til þess að Sturgeon verði fyrsta konan til að gegna stöðu forsætisráðherra Skotlands.

„Hún verður frábær nýr leiðtogi bæði flokksins og landsins,“ segir þingmaðurinn Derek Mackay í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×