Yfirgengileg túristamynd vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 10:24 Hér spara menn sig hvergi -- allur pakkinn á einni mynd. Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári. Bárðarbunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári.
Bárðarbunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira