Yfirgengileg túristamynd vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 10:24 Hér spara menn sig hvergi -- allur pakkinn á einni mynd. Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári. Bárðarbunga Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Laugin er á Hveravöllum, eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls og myndin af norðurljósunum var tekin yfir Snæfellsnesi. Myndin er sem sagt of góð til að vera sönn. Spurður segir Kári að eldgosið í Holuhrauni hafi í fyrstu, þegar það byrjaði og komst í heimsfréttirnar, virkað þannig að töluvert var um afbókanir og allskyns póstar sem innihéldu fyrirspurnir um öryggi bárust. En, nú vill fólk bara koma og kíkja á þetta. Kári segist ekki geta sagt að þetta hafi virkað sem auglýsing fyrir Ísland, líkt og Eyjafjallajökull reyndist þegar upp var staðið. „Aðallega er þetta skemmtileg viðbót, að geta boðið uppá flugferðir yfir gosstöðvarnar,“ segir Kári. En hann greinir enga sérstaka aukningu í bókunum vegna gossins. Extreme Iceland annast ferðir til Íslands fyrir um 20 þúsund ferðamenn, sem er ekki mikið sé litið til þess að ferðamannafjöldi til Íslands í ár slagar hátt upp í milljónina. „Nei, 20 þúsund er lítill biti en kakan er rosalega stór. Gaman væri að ná milljóninni en það verður sennilega ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Kári. Um stórar 20 ferðaskrifstofur eru á Íslandi. „Og svo eru hundruð lítilla ferðaskrifstofa starfandi. Það eru allir eitthvað að bauka. Hálfgert æði,“ segir Kári.
Bárðarbunga Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira