Jerome Valcke, aðalritari Alþjóðaknattspyrnusambandsins, staðfesti í dag að heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 muni ekki fara fram á hefðbundnum árstíma.
Úrslitakeppni HM hefst yfirleitt í júní og lýkur í júlí en vegna mikils hita í Katar á þeim árstíma hefur verið ákveðið færa keppnina til.
„Ég tel líklegast að keppnin muni fara fram á bilinu 15. nóvember til 15. janúar,“ sagði Valcke en mikið hefur verið rætt um tímasetningu keppninnar eftir að ljóst varð árið 2010 að hún yrði haldin í Katar.
„Aðstæður [í Katar] eru bestar á þessum árstíma. Hitastigið er að meðaltali um 25 gráður og það líkist helst góðum vordegi í Evrópu. Það eru fullkomnar aðstæður fyrir knattspyrnuiðkun,“ bætti Valcke við.
Hitastigið í Katar yfir hásumarið getur náð allt að 50 gráðum en slíkar aðstæður eru taldar hættulegar bæði fyrir leikmenn og áhorfendur.
Það er hins vegar ljóst að breytt fyrirkomulag á HM 2022 hefur mikil áhrif á stærstu keppnir evrópskrar knattspyrnu það árið.
HM 2022 fer fram að vetri til
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn