Fótbolti

Ronaldo sneri aftur í sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronaldo hefur eytt undanförnum vikum á hliðarlínunni en lék æfingarleik í nótt.
Ronaldo hefur eytt undanförnum vikum á hliðarlínunni en lék æfingarleik í nótt. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo lék í rúmlega klukkutíma í 5-1 sigri Portúgala á Írum í nótt. Ronaldo komst ekki á blað í leiknum en átti fína spretti.

Ronaldo hefur glímt við meiðsli í hné undanfarnar vikur og voru orðrómar um að hann yrði ekki tilbúinn þegar flautað yrði til leiks í Brasilíu.

Richard Keogh, leikmaður írska liðsins, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks. Þá hitaði Hugo Almeida upp fyrir mótið með tveimur mörkum ásamt því að Vieirinha og Fabio Coentrao bættu við sitthvoru markinu fyrir Portúgal.

Portúgalska þjóðin ætti að geta andað léttar þar sem gulldrengurinn þeirra, Ronaldo, komst heill út úr leiknum og ætti að vera klár fyrir fyrsta leik liðsins gegn Þýskalandi á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×