Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:48 Kínverskt barn Á undanförnum árum hafa tugir barna verið ættleiddir frá Kína til Íslands. Vísir/AFP Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“ Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira