Erlent

Ræða líklega valdaskipti í Sýrlandi í dag

Lakhtar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands á ærið verk fyrir höndum í Sviss.
Lakhtar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands á ærið verk fyrir höndum í Sviss. Vísir/AP
Búist er við því að viðræðurnar um málefni Sýrlands sem nú standa yfir í Sviss fari í dag að snúast um hvort og þá hvernig eigi að færa völdin í landinu úr höndum al-Assads forseta.

Lítið hefur þó þokast í viðræðunum en í gær féllust fulltrúar ríkisstjórnarinnnar á að leyfa flutning á hjálpargögnum til borgarinnar Homs, sem hefur verið umsetin í langan tíma. Þá hefur konum og börnum verið leyft að flýja frá borginni.

Hjálparsamtök segja ástandið í Homs vera afar slæmt enda hafa þeir íbúar sem enn eru í borginni ekki haft aðgang að hjálpargögnum eða læknisþjónustu svo mánuðum skiptir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×