„Þetta er út í hött“ Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00