„Þetta er út í hött“ Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent