Móðir Ellu Dísar stefnir borginni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. október 2014 12:23 mynd/ragna erlendsdóttir Ragna Erlendsdóttir hefur stefnt Reykjavíkurborg og Sinnum heimaþjónustu vegna mistaka starfsmanns sem leiddu til alvarlegra afleiðinga fyrir dóttur hennar, Ellu Dís Laurens. Hún fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur. Í stefnunni segir að í að minnsta kosti fimm skipti hafi verið gerð mistök við umönnun Ellu. Þar segir að fyrsta atvikið hafi átt sér stað í Rjóðrinu í október 2012 og í kjölfarið hafi verið útbúin neyðaráætlun sem gekk í aðalatriðum út á það að ef Ella næði ekki öndun í gegnum öndunartúbu ætti strax að skipta um túbu og hringja í kjölfarið á sjúkrabíl. Alvarlegasta atvikið hafi þó átt sér stað í Norðlingaskóla 18. mars sem urðu til þess að Ella Dís hlaut heilaskaða. Samkvæmt Rögnu eru málavextir eftirfarandi: „Umræddur starfsmaður mun hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastólnum sínum eða sjúkrarúminu yfir í vinnustól Ellu klukkan rúmlega 8 að morgni 18. mars. Við það færðist öndunartúban úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Við það féll súrefnismettun sem mælar hljóta að hafa sýnt en mettunartækið gefur jafnframt frá sér hljóð við slíkar aðstæður. Ljóst er að ummerki um að þetta hafi gerst hljóti að hafa verið augljós því þegar ella missti andann blánaði hún. Umönnunaraðilinn áttaði sig á hvað hefði gerst en brást ekki rétt við. Hún skipti ekki um túbu, gerði ekki hjartahnoð og reyndi ekki „munn við munn“ endurlífgunaraðferðina. Virðist umönnunaraðilinn hafa frosið og hringt á sjúkrabíl í stað þess að fylgja neyðaráætluninni [...] Þegar sjúkrabíllinn kom á staðinn var túban dottin upp úr gatinu í kokinu, Ella var í hjartastoppi og búin að vera án súrefnis í 5-8 mínútur.“mynd/ragna erlendsdóttirÍ stefnunni segir að Ella hafi ekki verið með heilaskaða fyrir atvikið heldur einungis líkamlegan skaða, þ.e lömun. Fyrir atvikið hafi hún getað tjáð sig með augunum, svipbrigðum og ýmsum líkamshreyfingum. Í kjölfar atviksins hafi hún misst sjón og ekki fær um að tjá sig, ekki með meðvitund, augun opin en föst til vinstri og brást ekki við neinu. „Hættan á andnauð var stöðugt fyrir hendi enda hafði slíkt áður átt sér stað hjá umönnunaraðilum á vegum Reykjavíkurborgar. Því gat ekki annað komið til álita en viðbrögð við andnauð væru undirbúinn og sá sem væri með Ellu Dís væri fær um rétt viðbrögð. Hér var líf og heilbrigði í húfi sem er eitt mikilvægasta verndarandlag íslensk réttar,“ segir í stefnunni. Ella Dís lést á heimili sínu hinn 5. júní síðastliðinn, átta ára gömul. Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Ella Dís styrkist með hverjum degi Styrktardagur fyrir Ellu Dís haldinn á hárgreiðslustofunni Hair Doo á morgun. 9. desember 2013 15:00 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ragna Erlendsdóttir hefur stefnt Reykjavíkurborg og Sinnum heimaþjónustu vegna mistaka starfsmanns sem leiddu til alvarlegra afleiðinga fyrir dóttur hennar, Ellu Dís Laurens. Hún fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur. Í stefnunni segir að í að minnsta kosti fimm skipti hafi verið gerð mistök við umönnun Ellu. Þar segir að fyrsta atvikið hafi átt sér stað í Rjóðrinu í október 2012 og í kjölfarið hafi verið útbúin neyðaráætlun sem gekk í aðalatriðum út á það að ef Ella næði ekki öndun í gegnum öndunartúbu ætti strax að skipta um túbu og hringja í kjölfarið á sjúkrabíl. Alvarlegasta atvikið hafi þó átt sér stað í Norðlingaskóla 18. mars sem urðu til þess að Ella Dís hlaut heilaskaða. Samkvæmt Rögnu eru málavextir eftirfarandi: „Umræddur starfsmaður mun hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastólnum sínum eða sjúkrarúminu yfir í vinnustól Ellu klukkan rúmlega 8 að morgni 18. mars. Við það færðist öndunartúban úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Við það féll súrefnismettun sem mælar hljóta að hafa sýnt en mettunartækið gefur jafnframt frá sér hljóð við slíkar aðstæður. Ljóst er að ummerki um að þetta hafi gerst hljóti að hafa verið augljós því þegar ella missti andann blánaði hún. Umönnunaraðilinn áttaði sig á hvað hefði gerst en brást ekki rétt við. Hún skipti ekki um túbu, gerði ekki hjartahnoð og reyndi ekki „munn við munn“ endurlífgunaraðferðina. Virðist umönnunaraðilinn hafa frosið og hringt á sjúkrabíl í stað þess að fylgja neyðaráætluninni [...] Þegar sjúkrabíllinn kom á staðinn var túban dottin upp úr gatinu í kokinu, Ella var í hjartastoppi og búin að vera án súrefnis í 5-8 mínútur.“mynd/ragna erlendsdóttirÍ stefnunni segir að Ella hafi ekki verið með heilaskaða fyrir atvikið heldur einungis líkamlegan skaða, þ.e lömun. Fyrir atvikið hafi hún getað tjáð sig með augunum, svipbrigðum og ýmsum líkamshreyfingum. Í kjölfar atviksins hafi hún misst sjón og ekki fær um að tjá sig, ekki með meðvitund, augun opin en föst til vinstri og brást ekki við neinu. „Hættan á andnauð var stöðugt fyrir hendi enda hafði slíkt áður átt sér stað hjá umönnunaraðilum á vegum Reykjavíkurborgar. Því gat ekki annað komið til álita en viðbrögð við andnauð væru undirbúinn og sá sem væri með Ellu Dís væri fær um rétt viðbrögð. Hér var líf og heilbrigði í húfi sem er eitt mikilvægasta verndarandlag íslensk réttar,“ segir í stefnunni. Ella Dís lést á heimili sínu hinn 5. júní síðastliðinn, átta ára gömul.
Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Ella Dís styrkist með hverjum degi Styrktardagur fyrir Ellu Dís haldinn á hárgreiðslustofunni Hair Doo á morgun. 9. desember 2013 15:00 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15
Ella Dís styrkist með hverjum degi Styrktardagur fyrir Ellu Dís haldinn á hárgreiðslustofunni Hair Doo á morgun. 9. desember 2013 15:00
"Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05
Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04