Innlent

Ólöglegt að birta trúarskoðanir á kjörskrá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Seljakirkja.
Seljakirkja.
Birting kjörskrár vegna prestskosninga í Seljaprestakalli á vefsíðu þjóðkirkjunnar samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga en þetta kemur fram í dómi Persónuverndar.

Í sumar fóru fram prestskosningar í Seljasókn í Breiðholti og kepptust tveir menn um atkvæði sóknarbarna, með það að markmiði að verða sóknarprestar.

Þetta var í fyrsta skipti í sautján ár sem kosið er um prest á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur Jóhann Borgþórsson fékk tæplega 97% atkvæða í kosningum og vann öruggan sigur.

Persónuvernd beinir þeim tilmælum til þjóðkirkjunnar að láta af birtingu kjörskráa vegna kosninga á hennar vegum og fjarlægja þær kjörskrár sem nú eru birtar á vefsíðu þjóðkirkjunnar.

Þann 15. ágúst 2014 barst Persónuvernd ábending um að kjörskrá vegna prestskosninga í Seljaprestakalli væri aðgengileg á vefsíðu þjóðkirkjunnar en viðkomandi aðili vakti athygli á því að í kjörskránni væru upplýsingar um trúarskoðanir þeirra einstaklinga sem væru tilgreindir á skránni.

Forstjóri Persónuverndar ákvað að víkja sæti við frekari meðferð ábendingarinnar vegna starfa sinna fyrir kjörstjórn þjóðkirkjunnar. Þá hafði formaður stjórnar Persónuverndar umsjón með málinu.


Tengdar fréttir

Sóknarprestur kosinn í ágúst

Sóknarprestur í Seljakirkju verður kosinn þann 16. ágúst næstkomandi. Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna.

Krefjast kosninga um nýjan prest í Seljakirkju

Staðan hefur tvisvar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Valnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×