Innlent

Kjósa sér nýjan prest í dag

Ingvar Haraldsson skrifar
Kosið verður í dag.
Kosið verður í dag.
Kosning sóknarprests í Seljakirkju fer fram í dag. Valið stendur á milli Ólafs Jóhanns Borgþórssonar og Fritz Más Berndsen Jörgenssonar. Annar þeirra mun taka við af séra Valgeiri Ástráðssyni sem lét af störfum fyrr í sumar. Kosið verður í safnaðarheimili Seljakirkju og verður kjörstaður opinn frá klukkan níu til fimm síðdegis.

Hjördís Stefánsdóttir, formaður kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, segir kjörsókn hafa verið góða. „630 hafa kosið utan kjörfundar af 4.428 á kjörskrá. Hjördís á von á því að skamman tíma taki að finna út hver fer með sigur af hólmi. „Við byrjum að telja þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Ég á von á að talningu ljúki milli átta og níu komi ekkert upp á.“

Boðað var til kosningarinnar með undirskriftasöfnun sóknarbarna eftir að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ákvað að auglýsa starfið á ný með vísan til jafnréttislaga eftir að valnefnd taldi Ólaf Jóhann Borgþórsson hæfastan.


Tengdar fréttir

Prestar selja sig dýrt

Kosningabarátta tveggja frambjóðenda um stöðu sóknarprests í Seljasókn hefur vakið mikla athygli. Rekstur á kosningaskrifstofu og auglýsingar í fjölmiðlum er meðal þess sem frambjóðendurnir hafa tekið upp í von um að hljóta atkvæði sóknarbarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×