Vegagerð hefjist um Teigsskóg árið 2016 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2014 22:00 Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. Deilur um hvort leggja megi Vestfjarðaveg í gegnum Teigsskóg hafa staðið í áratug. Tilraun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi ráðherra vegamála, til að finna annan kost reyndist árangurslaus. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi ráðherra málaflokksins, ákvað að aftur skyldi reynt að komast um skóginn en sagði málið fast í stjórnsýsluflækju og taldi koma til greina að Alþingi setti sérlög til að höggva á hnútinn. Vegagerðin vill nú freista þess að fá fyrra umhverfismat, sem búið var að hafna, tekið upp að nýju. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að ákveðið hefði verið að fara svokallaða endurupptökuleið; að óska eftir því við Skipulagsstofnun að úrskurður hennar frá 2006 yrði tekinn upp að nýju í ljósi breyttra forsendna. Þetta er raunar sú leið sem Skipulagsstofnun hafði áður ráðlagt Vegagerðinni að fara. Breyttar forsendur eru ný veglína sem Vegagerðin segir skerða skóglendið um eitt prósent.Ný veglína um Teigsskóg sem Vegagerðin vill fara er merkt leið Þ-H. Fuglavernd vill fremur göng undir Hjallaháls, án fjarðaþverana, merkt leið D2.Kort/Vegagerðin.Félagið Fuglavernd ályktaði hins vegar í dag gegn vegagerð um Teigsskóg, - sagði slíkt mikil náttúruspjöll, - og lagði til jarðgöng undir Hjallaháls. Vegamálastjóri segir þá leið þremur milljörðum króna dýrari að lágmarki. Göng undir Hjallaháls myndu auk þess þýða að vegur yrði áfram um Ódrjúgsháls. „Og það eru fleiri slík atriði sem mæla frekar með láglendisleið um Teigsskóg heldur en jarðgöngum. Það er líka ennþá öruggari leið að fara um Teigsskóg en göng,“ sagði Hreinn. Vegamálastjóri vonast til að fá framkvæmdaleyfi eftir eitt til eitt og hálft ár og að vegarlagning hefjist árið 2016, og reiknar samt með kærum og mótmælum. „Því er ekki lokið, alveg sama hvað leið verður reynd. Það hafa líka verið mótmæli gegn jarðgangaleiðinni. Það kemur líka við landeigendur sumsstaðar og svo framvegis. Þannig að það verður ekki friður um þetta á næstunni. En það er samdóma álit þeirra sem hafa farið í gegnum stjórnsýsluhlutann af þessu að það sé vænlegast að reyna þessa endurupptökuleið,“ sagði vegamálastjóri. Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. Deilur um hvort leggja megi Vestfjarðaveg í gegnum Teigsskóg hafa staðið í áratug. Tilraun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi ráðherra vegamála, til að finna annan kost reyndist árangurslaus. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi ráðherra málaflokksins, ákvað að aftur skyldi reynt að komast um skóginn en sagði málið fast í stjórnsýsluflækju og taldi koma til greina að Alþingi setti sérlög til að höggva á hnútinn. Vegagerðin vill nú freista þess að fá fyrra umhverfismat, sem búið var að hafna, tekið upp að nýju. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að ákveðið hefði verið að fara svokallaða endurupptökuleið; að óska eftir því við Skipulagsstofnun að úrskurður hennar frá 2006 yrði tekinn upp að nýju í ljósi breyttra forsendna. Þetta er raunar sú leið sem Skipulagsstofnun hafði áður ráðlagt Vegagerðinni að fara. Breyttar forsendur eru ný veglína sem Vegagerðin segir skerða skóglendið um eitt prósent.Ný veglína um Teigsskóg sem Vegagerðin vill fara er merkt leið Þ-H. Fuglavernd vill fremur göng undir Hjallaháls, án fjarðaþverana, merkt leið D2.Kort/Vegagerðin.Félagið Fuglavernd ályktaði hins vegar í dag gegn vegagerð um Teigsskóg, - sagði slíkt mikil náttúruspjöll, - og lagði til jarðgöng undir Hjallaháls. Vegamálastjóri segir þá leið þremur milljörðum króna dýrari að lágmarki. Göng undir Hjallaháls myndu auk þess þýða að vegur yrði áfram um Ódrjúgsháls. „Og það eru fleiri slík atriði sem mæla frekar með láglendisleið um Teigsskóg heldur en jarðgöngum. Það er líka ennþá öruggari leið að fara um Teigsskóg en göng,“ sagði Hreinn. Vegamálastjóri vonast til að fá framkvæmdaleyfi eftir eitt til eitt og hálft ár og að vegarlagning hefjist árið 2016, og reiknar samt með kærum og mótmælum. „Því er ekki lokið, alveg sama hvað leið verður reynd. Það hafa líka verið mótmæli gegn jarðgangaleiðinni. Það kemur líka við landeigendur sumsstaðar og svo framvegis. Þannig að það verður ekki friður um þetta á næstunni. En það er samdóma álit þeirra sem hafa farið í gegnum stjórnsýsluhlutann af þessu að það sé vænlegast að reyna þessa endurupptökuleið,“ sagði vegamálastjóri.
Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45
Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13