Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2014 19:45 Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent