Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2014 19:45 Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær. Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær.
Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira