Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2014 19:45 Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira