Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2014 19:45 Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira