Þreytt á aðgerðaleysi og hjali um vellíðan barna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 00:00 Í nýrri aðalnámskrá er lögð meiri áhersla á hæfni en áður hefur verið gert. Vísir/Stefán „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin langþreytt á aðgerðaleysinu og endalausu hjali um að börnunum líði vel. Ég veit ekki betur en að það sé þverpólitísk samstaða í lögum um að skólinn tryggi að öll börn séu með lágmarksfærni og þekkingu. Allar undanfarnar greiningar benda til að svo sé ekki.“ Þetta segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í kjölfar fundar skóla- og frístundaráðs í síðustu viku. Fjallað var um niðurstöður PISA-könnunarinnar á fundinum. Lítill munur var á grunnskólum í Reykjavík í mælingum PISA 2009 og 2012. Í bókun meirihlutans um niðurstöðurnar segir meðal annars að líðan og lýðheilsa barna í reykvískum skólum hafi batnað jafnt og þétt síðastliðinn áratug. Tekið er fram að menntun og uppeldi barna sé langhlaup og að PISA taki ekki til helstu styrkleika íslenskra skóla sem er áhersla á list- og verkgreinar og þar með skapandi hugsun. Þorbjörg Helga segir að taka verði alvarlega niðurstöður um að árangur sé ekki viðunandi.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.„Taka þarf læsi föstum tökum og setja mælanleg markmið þannig að engir nemendur séu í þeirri stöðu 15 ára að geta ekki lesið sér til gagns. Jafnframt þarf að veita afburðanemendum meiri þjónustu. Gera þarf mun betur og einkum fyrir ákveðna grunnskóla borgarinnar. Það eru mikil vonbrigði að svar meirihlutans við niðurstöðunum sé að setja enn einn starfshópinn af stað. Allar greiningar og þarfir liggja fyrir nú þegar.“Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, sem er í starfshópnum sem á að finna leiðir til að bæta námsárangur, segist í raun sammála málflutningi bæði meiri- og minnihlutans. „Skólinn er stundum talaður niður. Það má ekki gleyma áherslu á verk- og listgreinar. Ég fékk heimsókn í minn skóla frá skólastjórnendum í Evrópu sem fannst menntunin svo fjölbreytt að þeir höfðu á orði að sumir þyrftu ekki að fara í framhaldsnám þar sem þeir væru með svo mikla færni á mörgum sviðum. Um leið og PISA segir að gera þurfi betur, og það eigum við að taka alvarlega, megum við ekki gleyma því sem tekst vel.“Ásgeir BeinteinssonÞað er mat Ásgeirs að hugsað sé allt of skammt fram í tímann þegar breytingar eru skipulagðar. „Það er verið að hugsa þrjú til fjögur ár fram í tímann þegar það ætti að hugsa fimm til tíu ár fram í tímann. Það tekur langan tíma að breyta skóla.“ Í nýrri aðalnámskrá er lögð meiri áhersla lögð á hæfni en áður hefur verið gert, að því er Ásgeir greinir frá. „Þetta er mikil áskorun fyrir kerfið og þar með er mikillar endurmenntunar kennara þörf. Breyta þarf matskerfinu og fara meira út í leiðsögn með hverjum nemanda. Auðvitað er margt af þessu í kerfinu hjá okkur en við verðum að fá tíma til að finna leiðina.“ Skólastjóranum finnst spennandi tímar fram undan en hann tekur það fram að samtal vanti á milli yfirvalda og skólayfirvalda. „Yfirvöld í Reykjavík hafa verið upptekin af því að breyta sjálfum sér í stað þess að hlusta á grasrótina. Svo vantar líka samtal samfélagsins. Foreldrum er boðið á fyrirlestra en þeir koma ekki.“ Ásgeir segir skólayfirvöld í Reykjavík einnig hafa verið upptekin af því að berjast við foreldra sem vilja fá að velja þjónustu í sérskólum. „Við erum í alltof mörgum tilfellum að halda nemendum með öðruvísi samsetta greind sem við getum ekki sinnt. Við náum ekki utan um þau og maður fær þess vegna sting í hjartað á hverjum degi.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég er orðin langþreytt á aðgerðaleysinu og endalausu hjali um að börnunum líði vel. Ég veit ekki betur en að það sé þverpólitísk samstaða í lögum um að skólinn tryggi að öll börn séu með lágmarksfærni og þekkingu. Allar undanfarnar greiningar benda til að svo sé ekki.“ Þetta segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í kjölfar fundar skóla- og frístundaráðs í síðustu viku. Fjallað var um niðurstöður PISA-könnunarinnar á fundinum. Lítill munur var á grunnskólum í Reykjavík í mælingum PISA 2009 og 2012. Í bókun meirihlutans um niðurstöðurnar segir meðal annars að líðan og lýðheilsa barna í reykvískum skólum hafi batnað jafnt og þétt síðastliðinn áratug. Tekið er fram að menntun og uppeldi barna sé langhlaup og að PISA taki ekki til helstu styrkleika íslenskra skóla sem er áhersla á list- og verkgreinar og þar með skapandi hugsun. Þorbjörg Helga segir að taka verði alvarlega niðurstöður um að árangur sé ekki viðunandi.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.„Taka þarf læsi föstum tökum og setja mælanleg markmið þannig að engir nemendur séu í þeirri stöðu 15 ára að geta ekki lesið sér til gagns. Jafnframt þarf að veita afburðanemendum meiri þjónustu. Gera þarf mun betur og einkum fyrir ákveðna grunnskóla borgarinnar. Það eru mikil vonbrigði að svar meirihlutans við niðurstöðunum sé að setja enn einn starfshópinn af stað. Allar greiningar og þarfir liggja fyrir nú þegar.“Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, sem er í starfshópnum sem á að finna leiðir til að bæta námsárangur, segist í raun sammála málflutningi bæði meiri- og minnihlutans. „Skólinn er stundum talaður niður. Það má ekki gleyma áherslu á verk- og listgreinar. Ég fékk heimsókn í minn skóla frá skólastjórnendum í Evrópu sem fannst menntunin svo fjölbreytt að þeir höfðu á orði að sumir þyrftu ekki að fara í framhaldsnám þar sem þeir væru með svo mikla færni á mörgum sviðum. Um leið og PISA segir að gera þurfi betur, og það eigum við að taka alvarlega, megum við ekki gleyma því sem tekst vel.“Ásgeir BeinteinssonÞað er mat Ásgeirs að hugsað sé allt of skammt fram í tímann þegar breytingar eru skipulagðar. „Það er verið að hugsa þrjú til fjögur ár fram í tímann þegar það ætti að hugsa fimm til tíu ár fram í tímann. Það tekur langan tíma að breyta skóla.“ Í nýrri aðalnámskrá er lögð meiri áhersla lögð á hæfni en áður hefur verið gert, að því er Ásgeir greinir frá. „Þetta er mikil áskorun fyrir kerfið og þar með er mikillar endurmenntunar kennara þörf. Breyta þarf matskerfinu og fara meira út í leiðsögn með hverjum nemanda. Auðvitað er margt af þessu í kerfinu hjá okkur en við verðum að fá tíma til að finna leiðina.“ Skólastjóranum finnst spennandi tímar fram undan en hann tekur það fram að samtal vanti á milli yfirvalda og skólayfirvalda. „Yfirvöld í Reykjavík hafa verið upptekin af því að breyta sjálfum sér í stað þess að hlusta á grasrótina. Svo vantar líka samtal samfélagsins. Foreldrum er boðið á fyrirlestra en þeir koma ekki.“ Ásgeir segir skólayfirvöld í Reykjavík einnig hafa verið upptekin af því að berjast við foreldra sem vilja fá að velja þjónustu í sérskólum. „Við erum í alltof mörgum tilfellum að halda nemendum með öðruvísi samsetta greind sem við getum ekki sinnt. Við náum ekki utan um þau og maður fær þess vegna sting í hjartað á hverjum degi.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira