Þekkir það að vera barn stjórnmálamanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Vísir/Anton/Daníel „Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
„Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36
Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54