Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 12:54 Vísir/Stefán Jón Gnarr segist, í uppfærslu á Facebook síðu sinni, telja það rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Þá finnst honum umræðan um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu. Þá segist Jón ekki fallast á að með því að ræða einelti sé ekki verið að gengisfella eineltishugtakið. „Það er ekkert eitt eineltishugtak til. Við gengisfellum einelti ekki með því að ræða það, ekki frekar en kynferðislega áreitni, kvenfyrirlitningu, hómófóbíu eða fordóma,“ skrifar Jón. Ennfremur finnst honum fjölmiðlar leggja ákveðna hópa innflytjenda í einelti með að tilgreina alltaf ákveðin þjóðerni í tengslum við fréttir af glæpamálum þegar það skipti ekki máli. Jóni finnst eineltisumræðan hér á landi oft vera á villigötum og byggja á sleggjudómum alhæfingum og vanþekkingu. „Og ég undanskil sjálfan mig ekki. Ég hef sjálfur oft sagt og gert hluti sem ég hef séð eftir. Það er bara mannlegt. En mestu máli finnst mér skipta að vera meðvitaður um það, biðjast afsökunar og reyna að bæta sig. Og netið hefur breytt svo miklu í lífi okkar. Stundum verðum við óvart hluti af hóp sem við viljum ekki vera hluti af.“ „Stundum segjum við eitthvað um eitthvað sem einhver sagði, td. Vigdís Hauksdóttir en uppgötvum svo seinna að fleiri eru að gera það líka og maður er ekki einn heldur hluti af hóp. En hún er áfram ein.“ Þá segir Jón að léleg samskipti séu stærsta meinið í íslenskum stjórnmálum og rannsóknarskýrsla staðfesti það. „En við getum bætt þau. Við getum vandað okkur. Börnin okkar horfa til okkar. Við erum fyrirmyndir þeirra,“ skrifar Jón. Post by Jon Gnarr. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jón Gnarr segist, í uppfærslu á Facebook síðu sinni, telja það rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Þá finnst honum umræðan um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu. Þá segist Jón ekki fallast á að með því að ræða einelti sé ekki verið að gengisfella eineltishugtakið. „Það er ekkert eitt eineltishugtak til. Við gengisfellum einelti ekki með því að ræða það, ekki frekar en kynferðislega áreitni, kvenfyrirlitningu, hómófóbíu eða fordóma,“ skrifar Jón. Ennfremur finnst honum fjölmiðlar leggja ákveðna hópa innflytjenda í einelti með að tilgreina alltaf ákveðin þjóðerni í tengslum við fréttir af glæpamálum þegar það skipti ekki máli. Jóni finnst eineltisumræðan hér á landi oft vera á villigötum og byggja á sleggjudómum alhæfingum og vanþekkingu. „Og ég undanskil sjálfan mig ekki. Ég hef sjálfur oft sagt og gert hluti sem ég hef séð eftir. Það er bara mannlegt. En mestu máli finnst mér skipta að vera meðvitaður um það, biðjast afsökunar og reyna að bæta sig. Og netið hefur breytt svo miklu í lífi okkar. Stundum verðum við óvart hluti af hóp sem við viljum ekki vera hluti af.“ „Stundum segjum við eitthvað um eitthvað sem einhver sagði, td. Vigdís Hauksdóttir en uppgötvum svo seinna að fleiri eru að gera það líka og maður er ekki einn heldur hluti af hóp. En hún er áfram ein.“ Þá segir Jón að léleg samskipti séu stærsta meinið í íslenskum stjórnmálum og rannsóknarskýrsla staðfesti það. „En við getum bætt þau. Við getum vandað okkur. Börnin okkar horfa til okkar. Við erum fyrirmyndir þeirra,“ skrifar Jón. Post by Jon Gnarr.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36