Erlent

Táragasi beitt á mótmælendur í Tyrklandi

Ingvar Haraldsson skrifar
Yusuf Yerkel, ráðgjafi forsætisráðherra sparkaði í mótmælanda á miðvikudaginn.
Yusuf Yerkel, ráðgjafi forsætisráðherra sparkaði í mótmælanda á miðvikudaginn. Vísir/AP
Þúsundir hafa mótmælt í helstu borgum Tyrklands síðustu daga vegna mannskæðasta námuslyss í sögu landsins. Lögreglan hefur beitt táragasi og sprautað vatni á mótmælendur til þess að tvístra þeim.

Mótmælendur vilja að þeir sem bera ábyrgð á slysinu verði sóttir til saka og vinnuaðstaða námuverkamanna verði bætt.

Bæði fulltrúar stjórnvalda og rekstraraðilar námunnar hafa fullyrt að engin vanræksla hafi átt sér stað.

Frekar má lesa um málið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hundruð föst neðanjarðar

Nú er ljóst að tvöhundruð og tíu námaverkamenn hið minnsta eru látnir og um áttatíu slasaðir eftir sprengingu sem varð í kolanámu í vesturhluta Tyrklands í gær

Verkfall í Tyrklandi vegna námuslyssins

Þjóðarsorg ríkir um þessar mundir í landinu og í gær söfnuðust þúsundir manna saman í borgum víða um landið til að lýsa yfir óánægju sinni með yfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×