Erlent

Að minnsta kosti 25 látnir í flóðunum á Balkanskaga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/afp
Að minnsta kosti 25 eru látnir eftir mikil flóð á Balkanskaga undanfarna þrjá daga og óttast er að sú tala kunni að hækka enn frekar. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín í Bosníu og Serbíu og einnig hafa svæði verið rýmd í Króatíu.

Notast hefur verið við báta og þyrlur við björgunaraðgerðirnar og greinir fréttastofa Sky frá því að á sumum stöðum í Bosníu nái vatn upp að annarri hæð húsa.

Að sögn Admirs Malagic, öryggismálaráðherra Bosníu, búa um milljón manns á flóðasvæðunum í Bosníu, en það meira en fjórðungur íbúa landsins. Þá hafa fallið tæplega 300 aurskriður á bæði hús og bíla.

Meira en 15 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Serbíu en þar hafa að minnsta kosti átta farist. Flestir þeirra sem flúið hafa heimili sín dvelja nú í skólum og íþróttahúsum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×