Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun senda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún mun tilkynna um afsögn sína sem ráðherra. Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum.
Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag mun Hanna Birna segja af sér ráðherraembættinu. Hanna Birna mætti í innanríkisráðuneytið um klukkan 14:15 í dag, fór inn bakdyramegin og gaf ekki kost á viðtölum.
Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“
Ljóst er að aðeins nánasta fólk í kringum Hönnu Birnu var meðvituð um ákvörðun hennar í dag þegar fréttir af væntanlegri afsögn láku út. Fjölmargir Sjálfstæðismenn komu af fjöllum þegar Vísir náði af þeim tali. Guðlaugur Þór Þórðarson, sitjandi þingflokksformaður, var einn þeirra og sagðist aðeins hafa heyrt um málið í fjölmiðlum.
Sjá einnig: Svona sagði Guðmundur Árni af sér
Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu

Tengdar fréttir

Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos
Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum
Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum.

Hanna Birna hættir
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.

Helgi Hrafn: „Vona innilega að hún segi af sér“
Flestir þingmenn koma af fjöllum aðspurðir um væntanlega uppsögn innanríkisráðherra.