Utanvegaakstur bresks blaðamanns hér á landi kærður til lögreglu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 13:08 Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Vísir sagði frá því að lögfræðingar stofnunarinnar væru að skoða myndband sem sýndi blaðamann Sunday Times keyra utan vega hér á landi þegar hann reynsluók nýjum Land Rover Discovery. Afrit af myndbandinu verður nú sent til lögreglunnar og þess óskað að hún rannsaki það. Umhverfisstofnun getur eingöngu kært svona hluti til lögreglu, en stofnunin rannsakar málið ekki. „Eins og þetta blasir við okkur er þetta alveg skýrt. Við teljum að þarna sé verið að brjóta lög, að þetta sé klárlega utanvegaakstur.“Hér má sjá hluta jeppanna sem eru hér á landi í tengslum við kynninguna.Fulltrúar Sunday Times hafa nú fjarlægt myndbandið af netinu, en það hefur vakið mikla athygli. Þar sást blaðamaður miðilsins keyra utan vegar, bæði upp grasbrekku og í sandfjörunni við Kleifarvatn. Þar festir hann bílinn og þarf aðstoð við að losna. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem myndband af erlendum gestum að keyra utan vega ratar á veraldarvefinn. Í október voru nokkrir bandarískir velhjólakappar kærðir til lögreglu fyrir utanvegaakstur. Vísir sagði frá því fyrr í mánuðinum að hér á landi væri mikill fjöldi af nýrri jeppategund, Land Rover Discovery Sport. Þessi nýja tegund verður kynnt fyrir erlendum bílablaðamönnum næstu sex vikurnar. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Tengdar fréttir Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50 Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13 Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46 Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Vísir sagði frá því að lögfræðingar stofnunarinnar væru að skoða myndband sem sýndi blaðamann Sunday Times keyra utan vega hér á landi þegar hann reynsluók nýjum Land Rover Discovery. Afrit af myndbandinu verður nú sent til lögreglunnar og þess óskað að hún rannsaki það. Umhverfisstofnun getur eingöngu kært svona hluti til lögreglu, en stofnunin rannsakar málið ekki. „Eins og þetta blasir við okkur er þetta alveg skýrt. Við teljum að þarna sé verið að brjóta lög, að þetta sé klárlega utanvegaakstur.“Hér má sjá hluta jeppanna sem eru hér á landi í tengslum við kynninguna.Fulltrúar Sunday Times hafa nú fjarlægt myndbandið af netinu, en það hefur vakið mikla athygli. Þar sást blaðamaður miðilsins keyra utan vegar, bæði upp grasbrekku og í sandfjörunni við Kleifarvatn. Þar festir hann bílinn og þarf aðstoð við að losna. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem myndband af erlendum gestum að keyra utan vega ratar á veraldarvefinn. Í október voru nokkrir bandarískir velhjólakappar kærðir til lögreglu fyrir utanvegaakstur. Vísir sagði frá því fyrr í mánuðinum að hér á landi væri mikill fjöldi af nýrri jeppategund, Land Rover Discovery Sport. Þessi nýja tegund verður kynnt fyrir erlendum bílablaðamönnum næstu sex vikurnar. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni.
Tengdar fréttir Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50 Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13 Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46 Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt Urðu að skilja einn prufubílanna eftir í biluðu óveðri og stórtæka vinnuvél þurfti til að ná hinum til byggða. 9. desember 2014 10:50
Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar Myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times utan vega vekur athygli. 11. desember 2014 12:13
Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. 22. október 2014 15:46
Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50
Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26