Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 14:49 Óli Geir stendur fyrir söfnunarkvöldi á Hendrix á laugardagskvöldið. „Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira