Fótbolti

Kristinn: Þetta er spennandi tækifæri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Steindórsson samdi við Columbus Crew í MLS-deildinni í Bandaríkjunum til fjögurra ára í dag.

Arnar Björnsson ræddi við Kristinn eftir að leikmaðurinn hafði lokið myndatöku fyrir félagið í dag og spurði fyrst hvernig þessi félagaskipti hafi komið til.

Sjá einnig:Kristinn genginn í raðir Columbus Crew

„Þjálfarinn þeirra var að þjálfa í Svíþjóð þegar ég var þar á fyrsta ári. Hann þekkir mig líklega þaðan og hafði samband við mína umboðsmenn þegar ég rann út á samningi,“ sagði Kristinn, en er samningurinn spennandi?

„Já, hann er það. Þetta er spennandi tækifæri í heildina og ég er mjög sáttur.“

„Það var áhugi annars staðar frá, bæði Skandinavíu og Evrópu. Þetta var það sem mér persónulega fannst mest spennandi. Þetta er fjögurra ára samning en svo sér maður til.“

Kristni langar að komast í landsliðið og telur sig nú vera á betri stað til þess að fá kallið.

„Eftir að vera í Svíþjóð núna tel ég mig vera í sterkari deild. Maður bíður nú eftir tækifærinu að fá fyrsta landsleikinn.“

Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×