Reynir hæstánægður með þrennu í Hæstarétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 21:35 Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Vísir/Stefán Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, er að vonum ánægður með málalyktir en Hæstiréttur sýknaði hann og son hans, Jón Trausta, af kröfum í þremur meiðyrðamálum í dag. Hæstiréttur staðfesti tvo sýknudóma Héraðsdóms Reykjavíkur í málum sem Hilmar Leifsson höfðaði gegn feðgunum en sneri svo við einum dómi úr héraði sem hafði sakfellt Reyni og Jón fyrir meiðyrði um Hans Aðalstein Helgason. „Ég er bara í mjög fínum gír, þetta er stór dagur,“ segir Reynir í samtali við Vísi. „Þetta er þrenna í Hæstarétti, ég veit ekki hvort að einhver hafi áður unnið þrjú mál sama daginn í Hæstarétti. Mér finnst þetta bara frábært.“ Reynir segist hafa búist við því að Hæstiréttur myndi staðfesta sýknudómana í máli Hilmars Leifssonar en hann var ekki viss um hvernig færi með mál Hans Aðalsteins. „Þetta er auðvitað góð niðurstaða en alvaran er nú þannig að ef svona mál tapast þá er enginn vilji hjá DV lengur til að standa á bak við blaðamenn eða ritstjóra. Ég hef fengið þá hótun að þeir ætli sér að láta falla á mig persónulega mál ef því er að skipta. Það er auðvitað grafalvarlegt fyrir blaðamenn en ég held reyndar að það geti aldrei haldið gagnvart fjölmiðlalögunum. Það breytir samt ekki því að þetta er sá illvilji sem er á ferðinni þarna að blaðamenn og ritstjórar, fyrrverandi og núverandi, að þeir þurfi bara að standa af sér málin. Það er alvaran í svona málum en auðvitað er bara gott að vinna þetta. Það er auðvitað enginn ágreiningur um það að þeir sem tapa, þeir borga.“ Hilmar Leifsson þarf því að borga málskostnað feðganna sem nemur um 2 milljónum króna. Þá var Hans Aðalsteinn dæmdur til að greiða þeim hvorum um sig 500.000 krónur í málskostnað. „Þetta er auðvitað málskostnaður á tveimur dómsstigum svo þetta eru miklir peningar fyrir venjulegt fólk,“ segir Reynir og setur þetta samhengi við það að núverandi eigendur DV vilji að blaðamenn sjálfir standi straum af málskostnaði ef þeir tapa í meiðyrðamálum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir blaðamenn á Íslandi, og nú er ég að tala sem fyrrverandi ritstjóri. Það er ekki hægt að bjóða venjulegum blaðamanni upp á það að hann þurfi að borga kannski 2-3 milljónir út af einhverju máli sem snýst um tjáningarfrelsi eða eitthvað slíkt.“ Tengdar fréttir Réttað í máli Hilmars Leifssonar gegn DV feðgum Tekjur Hilmars Leifssonar og Hans Aðalsteins Helgasonar voru gefnar upp í frétt um glæpamenn. 25. nóvember 2013 13:52 Hæstiréttur sneri við dómi í meiðyrðamáli Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Hans Aðalsteinn Helgason höfðaði gegn feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. 11. desember 2014 17:46 Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu. 11. desember 2012 13:33 Staðfestir sýknu Reynis og Jóns Trausta Hilmar Þór Leifsson hafði stefnt Reyni og Jóni Trausta fyrir meiðyrði vegna fréttar í DV sem bar yfirskriftina "Láglaunamenn í undirheimum“. 11. desember 2014 16:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, er að vonum ánægður með málalyktir en Hæstiréttur sýknaði hann og son hans, Jón Trausta, af kröfum í þremur meiðyrðamálum í dag. Hæstiréttur staðfesti tvo sýknudóma Héraðsdóms Reykjavíkur í málum sem Hilmar Leifsson höfðaði gegn feðgunum en sneri svo við einum dómi úr héraði sem hafði sakfellt Reyni og Jón fyrir meiðyrði um Hans Aðalstein Helgason. „Ég er bara í mjög fínum gír, þetta er stór dagur,“ segir Reynir í samtali við Vísi. „Þetta er þrenna í Hæstarétti, ég veit ekki hvort að einhver hafi áður unnið þrjú mál sama daginn í Hæstarétti. Mér finnst þetta bara frábært.“ Reynir segist hafa búist við því að Hæstiréttur myndi staðfesta sýknudómana í máli Hilmars Leifssonar en hann var ekki viss um hvernig færi með mál Hans Aðalsteins. „Þetta er auðvitað góð niðurstaða en alvaran er nú þannig að ef svona mál tapast þá er enginn vilji hjá DV lengur til að standa á bak við blaðamenn eða ritstjóra. Ég hef fengið þá hótun að þeir ætli sér að láta falla á mig persónulega mál ef því er að skipta. Það er auðvitað grafalvarlegt fyrir blaðamenn en ég held reyndar að það geti aldrei haldið gagnvart fjölmiðlalögunum. Það breytir samt ekki því að þetta er sá illvilji sem er á ferðinni þarna að blaðamenn og ritstjórar, fyrrverandi og núverandi, að þeir þurfi bara að standa af sér málin. Það er alvaran í svona málum en auðvitað er bara gott að vinna þetta. Það er auðvitað enginn ágreiningur um það að þeir sem tapa, þeir borga.“ Hilmar Leifsson þarf því að borga málskostnað feðganna sem nemur um 2 milljónum króna. Þá var Hans Aðalsteinn dæmdur til að greiða þeim hvorum um sig 500.000 krónur í málskostnað. „Þetta er auðvitað málskostnaður á tveimur dómsstigum svo þetta eru miklir peningar fyrir venjulegt fólk,“ segir Reynir og setur þetta samhengi við það að núverandi eigendur DV vilji að blaðamenn sjálfir standi straum af málskostnaði ef þeir tapa í meiðyrðamálum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir blaðamenn á Íslandi, og nú er ég að tala sem fyrrverandi ritstjóri. Það er ekki hægt að bjóða venjulegum blaðamanni upp á það að hann þurfi að borga kannski 2-3 milljónir út af einhverju máli sem snýst um tjáningarfrelsi eða eitthvað slíkt.“
Tengdar fréttir Réttað í máli Hilmars Leifssonar gegn DV feðgum Tekjur Hilmars Leifssonar og Hans Aðalsteins Helgasonar voru gefnar upp í frétt um glæpamenn. 25. nóvember 2013 13:52 Hæstiréttur sneri við dómi í meiðyrðamáli Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Hans Aðalsteinn Helgason höfðaði gegn feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. 11. desember 2014 17:46 Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu. 11. desember 2012 13:33 Staðfestir sýknu Reynis og Jóns Trausta Hilmar Þór Leifsson hafði stefnt Reyni og Jóni Trausta fyrir meiðyrði vegna fréttar í DV sem bar yfirskriftina "Láglaunamenn í undirheimum“. 11. desember 2014 16:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Réttað í máli Hilmars Leifssonar gegn DV feðgum Tekjur Hilmars Leifssonar og Hans Aðalsteins Helgasonar voru gefnar upp í frétt um glæpamenn. 25. nóvember 2013 13:52
Hæstiréttur sneri við dómi í meiðyrðamáli Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Hans Aðalsteinn Helgason höfðaði gegn feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. 11. desember 2014 17:46
Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu. 11. desember 2012 13:33
Staðfestir sýknu Reynis og Jóns Trausta Hilmar Þór Leifsson hafði stefnt Reyni og Jóni Trausta fyrir meiðyrði vegna fréttar í DV sem bar yfirskriftina "Láglaunamenn í undirheimum“. 11. desember 2014 16:54