Hátt í fjögurra tíma hitafundi lokið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 23:00 Frá fundinum langa. vísir/daníel Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson
Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21