Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:45 vísir/bítið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira