Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:45 vísir/bítið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira