Innlent

Búið að slökkva eldinn í Bjarnaborg - húsið var rýmt

mynd/Þorgeir Ólafsson
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á áttunda tímanum í morgun vegna elds í Bjarnaborg sem stendur á gatnamótum Hverfisgötu og Vitastígs í Reykjavík.

Slökkviliðsmenn telja sig búna að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í sameign. Verið er að reykræsta húsið en þar er fjöldi stúdentaíbúða. Húsið var allt rýmt og verið að huga að íbúum.

Bjarnaborg er fyrst eiginlega fjölbýlishúsið sem reist var á Íslandi. Húsið byggði Bjarni Jónsson árið 1902 og er húsið kennt við hann. Bjarnaborg var í einkaeign til ársins 1917 en þá keypti borgin það og fékk fátækranefndin það til umráða.

Uppfært klukkan 8:30

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk slökkvistarf vel. Minniháttar skemmdir eru á húsnæðinu og ekkert amar að íbúum.

Eldsupptök eru ókunn.

mynd/þorgeir ólafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×