Innlent

Aflinn í makríl meiri en í fyrra

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Óskar
Makrílafli smábáta er orðinn umþaðbil fimm þúsund tonn, sem er töluvert meiri afli en á sama tíma í fyrra. Mestu hefur verið landað í Ólafsvík eða rösklega þrettán hundruð tonnum, enda hefur verið góð veiði á Breiðafirði.

Athygli vekur að Arnarstapi er í öðru sæti með rúm 800 tonn, en þar er höfnin lítil og hefur því oft verið þröng á þingi við löndun þar. 730 tonnum hefur verið landað í Grindavík, sem er margfalt meira en í fyrra, tæpum 700 tonnum á Rifi  og 630 tonnum í Keflavík, en minnu hefur verið landað annarsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×