Innlent

„Þetta er mikið tjón“

Ellý Ármanns skrifar
Brotist var inn í bíl Fjölnis Þórs og forláta Kenwood-bassaboxi og fleiri græjum stolið.
Brotist var inn í bíl Fjölnis Þórs og forláta Kenwood-bassaboxi og fleiri græjum stolið.
Fjölnir Þór Einarsson áttaði sig á því að búið var að brjótast inn í bílinn hans, dökkgrænan BMW 320 árgerð 1997, þegar hann ætlaði að leggja af stað í vinnuna í gærmorgun. Bassaboxinu og magnaranum hans var stolið.

Bíllinn var lagður fyrir utan 10-11 verslunina á Barónsstíg en það er eini staðurinn þar sem ég get lagt bílnum. Ég fór í búðina og út í bíl en tek þá eftir að sílenderinn var snúinn farþegamegin. Ég kíki í skottið og þá vantaði allt. Það var búið að klippa á alla víra og taka bassaboxið og magnarann. Þetta er mikið tjón því það þarf líka að taka alla innréttinguna í gegn," útskýrir Fjölnir sem er 18 ára gamall.

Ég býst ekki við að fá þetta til baka. Það er fólk sem er fífl þarna úti sem hugsar ekki um aðra," segir hann svekktur.

Um er að ræða 12" Kenwood bassabox, 4 porta Alpine magnara. Þá var sjúkrakassinn líka tekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×