Martino, þjálfari Barcelona: Ég hef ekki staðið mig nógu vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2014 11:45 Gerardo Martino, þjálfari Barcelona. Vísir/AP Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, viðurkennir fúslega að hann sé ekki ánægður með sína frammistöðu á leiktíðinni en Börsungar eru á góðri leið með að vinna engan alvöru titil á tímabilinu. Barcelona mætir Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld en Börsungar hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í öllum keppnum og eru sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Þetta er lið sem er vant því að vinna og þeir vinna alltaf einhvern titil. Fyrir utan spænska súper-bikarinn sem við unnum að því virðist fyrir óralöngu þá get ég ekki verið ánægður með að vinna ekki Meistaradeildina eða spænska bikarinn auk þess að eiga bara pínulítinn möguleika á spænska titlinum," sagði Gerardo Martino sem tók við liðinu síðasta sumar. „Við höfum lent í stórum áföllum á síðustu sjö dögum en lið geta alltaf misstigið sig en nú er skylda okkar að berjast til lokaflautsins. Við höfum reynsluna til að átta okkur á því að við eigum enn möguleika á titlinum," sagði Martino en það bendir allt til þess að lokaspretturinn í deildinni verði hans svanasöngur á Nývangi. „Það eru nánast svik við leikmennina að vera að pæla í því hver þjálfar liðið á næsta tímabili þegar við höfum ekki klárað þetta tímabil. Við verðum bara að standa upp og klára þetta tímabil og sjá svo til með framhaldið," sagði Martino. Leikur Barcelona og Athletic Bilbao verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, viðurkennir fúslega að hann sé ekki ánægður með sína frammistöðu á leiktíðinni en Börsungar eru á góðri leið með að vinna engan alvöru titil á tímabilinu. Barcelona mætir Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld en Börsungar hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í öllum keppnum og eru sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Þetta er lið sem er vant því að vinna og þeir vinna alltaf einhvern titil. Fyrir utan spænska súper-bikarinn sem við unnum að því virðist fyrir óralöngu þá get ég ekki verið ánægður með að vinna ekki Meistaradeildina eða spænska bikarinn auk þess að eiga bara pínulítinn möguleika á spænska titlinum," sagði Gerardo Martino sem tók við liðinu síðasta sumar. „Við höfum lent í stórum áföllum á síðustu sjö dögum en lið geta alltaf misstigið sig en nú er skylda okkar að berjast til lokaflautsins. Við höfum reynsluna til að átta okkur á því að við eigum enn möguleika á titlinum," sagði Martino en það bendir allt til þess að lokaspretturinn í deildinni verði hans svanasöngur á Nývangi. „Það eru nánast svik við leikmennina að vera að pæla í því hver þjálfar liðið á næsta tímabili þegar við höfum ekki klárað þetta tímabil. Við verðum bara að standa upp og klára þetta tímabil og sjá svo til með framhaldið," sagði Martino. Leikur Barcelona og Athletic Bilbao verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira