Hóta að breyta hvalabjórbruggstjóra í bjór Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. janúar 2014 20:00 Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels