Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:56 Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30
Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30