Dýrasta íþróttamót sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2014 10:00 Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. Vísir/Getty Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí.
Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira