„Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 14:16 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna. Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna.
Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00
Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04
Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24
Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53
Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30
Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29