„Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 14:16 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna. Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna.
Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00
Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04
Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24
Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53
Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30
Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29